64. fundur
velferðarnefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn þriðjudaginn 4. maí 2021 kl. 09:02


Mætt:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:02
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:02
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:07
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:02
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:02
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:02
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:02

Ásmundur Friðriksson, Vilhjálmur Árnason og Hanna Katrín Friðriksson voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Kolbrún Birna Árdal
Þuríður Benediktsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:02
Frestað.

2) 748. mál - fjöleignarhús Kl. 09:03
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ástu Margréti Sigurðardóttur og Gunnhildi Gunnarsdóttur frá félagsmálaráðuneytinu.

Hlé var á fundi frá 09:19 til 09:27.

3) 561. mál - Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Kl. 09:27
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Bryndísi Snæbjörnsdóttur og Önnu Láru Steindal frá Landssamtökum Þroskahjálp, Þuríði Hörpu Sigurðardóttur og Þórdísi Viborg frá Öryrkjabandalagi Íslands og Valgerði Rún Benediktsdóttur, Maríu Ingibjörgu Kristjánsdóttur og Tryggva Þórhallsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

4) Önnur mál Kl. 10:10
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fundi slitið kl. 10:13