66. fundur
velferðarnefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn föstudaginn 7. maí 2021 kl. 09:02


Mætt:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:02
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:02
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:02
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 10:03
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:02
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:02
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:02
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:02
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:13

Halldóra Mogensen vék af fundi kl. 11:58.
Lilja Rafney Magnúsdóttir vék af fundi kl. 11:00.
Vilhjálmur Árnason vék af fundi kl. 11:50.
Hanna Katrín Friðriksson vék af fundi kl. 11:05.

Ásmundur Friðriksson var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Kolbrún Birna Árdal
Þuríður Benediktsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:02
Fundargerðir 61., 62., 63., 64. og 65. fundar voru samþykktar.

2) Flutningur lífsýna til greiningar erlendis Kl. 09:03
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ásgeir Thorodssen, Ágúst Inga Ágústsson og Gunnar Bjarna Ragnarsson.

3) 775. mál - atvinnuleysistryggingar og greiðslur til íþróttafélaga vegna launakostnaðar og verktakagreiðslna á tímum kórónuveirufaraldurs Kl. 10:40
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Gissur Pétursson, Svanhvíti Yrsu Árnadóttur, Jón Þór Þorvaldsson og Bjarnheiði Gautadóttur frá félagsmálaráðuneytinu.

Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 17. maí og að Lilja Rafney Magnúsdóttir yrði framsögumaður þess.

4) 714. mál - ávana- og fíkniefni Kl. 11:06
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Rögnvald G. Gunnarsson, Helgu Sif Friðjónsdóttur og Gunnar Þorberg Gíslason frá heilbrigðisráðuneytinu.

5) Önnur mál Kl. 11:52
Nefndin fjallaði um starfið framundan.

Fundi slitið kl. 12:00