67. fundur
velferðarnefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn þriðjudaginn 11. maí 2021 kl. 09:02


Mætt:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:02
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:02
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:02
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:02
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:02
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:02
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:02
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:02
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) fyrir Ólaf Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 09:02
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:07

Hann Katrín Friðriksson vék af fundi kl. 09:56.

Nefndarritari: Þuríður Benediktsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:02
Frestað.

2) 714. mál - ávana- og fíkniefni Kl. 09:03
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigríði Björk Guðjónsdóttur og Runólf Þórhallsson frá Ríkislögreglustjóra, Höllu Bergþóru Björnsdóttur og Huldu Elísu Björgvinsdóttur frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Páley Borgþórsdóttur frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra og Úlfar Lúðvíksson frá Lögreglustjórafélagi Íslands.

3) Aðbúnaður og meðferð fullorðins fatlaðs fólks með þroskahömlun og fullorðinna með geðrænan vanda Kl. 10:14
Frestað.

4) 762. mál - Barnvænt Ísland -- framkvæmd barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna Kl. 10:14
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með 2 vikna frest og að Halla Signý Kristjánsdóttir yrði framsögumaður þess.

5) Önnur mál Kl. 10:15
Nefndin fjallaði um starfið framundan.

Fundi slitið kl. 10:18