79. fundur
velferðarnefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn mánudaginn 7. júní 2021 kl. 08:30


Mætt:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 08:30
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 08:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 08:30
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 08:30
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 08:30
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:58
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 08:30
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 08:35
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 08:30
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 08:33

Líneik Anna Sævarsdóttir mætti fyrir hönd Höllu Signýjar Kristjánsdóttur frá kl. 08:30 til 09:57.

Ásmundur Friðriksson vék af fundi kl. 10:00.
Lilja Rafney Magnúsdóttir vék af fundi kl. 10:08.

Nefndarritarar:
Kolbrún Birna Árdal
Þuríður Benediktsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:30
Frestað.

2) 424. mál - slysatryggingar almannatrygginga Kl. 08:31
Tillaga um að afgreiða málið úr nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.
Undir nefndarálit með breytingatillögu rita Ólafur Þór Gunnarsson, Ásmundur Friðriksson, Líneik Anna Sævarsdóttir, Guðmundur Ingi Kristinsson, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Vilhjálmur Árnason og Helga Vala Helgadóttir með fyrirvara.

3) 644. mál - ávana- og fíkniefni Kl. 08:44
Tillaga um að afgreiða málið úr nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.
Undir nefndarálit rita Helga Vala Helgadóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Ásmundur Friðriksson, Líneik Anna Sævarsdóttir, Guðmundur Ingi Kristinsson, Halldóra Mogensen, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Vilhjálmur Árnason og með fyrirvara Anna Kolbrún Árnadóttir.

Hlé var gert á fundi frá 08:47 til 09:00.

4) 354. mál - samþætting þjónustu í þágu farsældar barna Kl. 09:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Önnu Tryggvadóttur, Halldóru Dröfn Gunnarsdóttur, Silju Stefánsdóttur og Ingu Birnu Einarsdóttur frá félagsmálaráðuneytinu.

Samhliða var fjallað um 5. og 6. dagskrárlið.

5) 355. mál - Barna- og fjölskyldustofa Kl. 09:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Önnu Tryggvadóttur, Halldóru Dröfn Gunnarsdóttur, Silju Stefánsdóttur og Ingu Birnu Einarsdóttur frá félagsmálaráðuneytinu.

Tillaga um að afgreiða málið úr nefndinni var samþykkt.
Undir nefndarálit með breytingartillögu rita Ólafur Þór Gunnarsson, Ásmundur Friðriksson, Halla Signý Kristjánsdóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir og Vilhjálmur Árnason.

Samhliða var fjallað um 4. og 6. dagskrárlið.

6) 356. mál - Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála Kl. 09:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Önnu Tryggvadóttur, Halldóru Dröfn Gunnarsdóttur, Silju Stefánsdóttur og Ingu Birnu Einarsdóttur frá félagsmálaráðuneytinu.

Tillaga um að afgreiða málið úr nefndinni var samþykkt.
Undir nefndarálit með breytingartillögu rita Ólafur Þór Gunnarsson, Ásmundur Friðriksson, Halla Signý Kristjánsdóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir og Vilhjálmur Árnason.

Samhliða var fjallað um 4. og 5. dagskrárlið.

7) 563. mál - réttindi sjúklinga Kl. 09:59
Tillaga um að afgreiða málið úr nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.
Undir nefndarálit með breytingartillögu rita Ólafur Þór Gunnarsson, Halla Signý Kristjánsdóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Anna Kolbrún Árnadóttir, Vilhjálmur Árnason, Guðmundur Ingi Kristinsson og Ásmundur Friðriksson samkvæmt heimild í 2. mgr. 29. gr. laga um þingsköp Alþingis nr. 55/1991.

8) 105. mál - aðgengi að vörum sem innihalda CBD Kl. 10:07
Tillaga um að afgreiða málið úr nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.
Undir nefndarálit með breytingartillögu rita Halldóra Mogensen, Helga Vala Helgadóttir og Vilhjálmur Árnason. Með fyrirvara Halla Signý Kristjánsdóttir og Ólafur Þór Gunnarsson.

9) Önnur mál Kl. 10:15
Nefndin fjallaði um starfið framundan.

Fundi slitið kl. 10:20