13. fundur
velferðarnefndar á 152. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn mánudaginn 7. febrúar 2022 kl. 09:30


Mætt:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) formaður, kl. 09:30
Oddný G. Harðardóttir (OH) 1. varaformaður, kl. 09:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:30
Björn Leví Gunnarsson (BLG) fyrir Halldóru Mogensen (HallM), kl. 09:30
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:30
Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf), kl. 09:30
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:30
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:30
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:30

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir var fjarverandi.

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Fundargerð 12. fundar var samþykkt.

2) Starfsemi BUGL Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar mættu Dögg Hauksdóttir, Guðlaug M. Júlíusdóttir, Guðrún B. Guðmundsdóttir og Sigurveig Sigurjónsdóttir Mýrdal frá Barna- og unglingageðdeild Landspítala. Fóru þær yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 272. mál - stéttarfélög og vinnudeilur Kl. 10:40
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti. Þá var ákveðið að Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir verði framsögumaður málsins.

4) 34. mál - samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks Kl. 10:40
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti. Þá var ákveðið að Guðmundur Ingi Kristinsson verði framsögumaður málsins.

5) 247. mál - sóttvarnalög Kl. 10:40
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti. Þá var ákveðið að Óli Björn Kárason verði framsögumaður málsins.

6) Önnur mál Kl. 10:45
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:45