16. fundur
velferðarnefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 2. mars 2022 kl. 09:00


Mætt:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) formaður, kl. 09:00
Oddný G. Harðardóttir (OH) 1. varaformaður, kl. 09:10
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:00
Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf), kl. 09:00
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:00
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:00
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:00
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:00

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 15. fundar samþykkt.

2) Kynning frá Krabbameinsfélaginu Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar mættu Halla Þorvaldsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir frá Krabbameinsfélagi Íslands. Fóru þær yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Áhrif faraldurs kórónuveiru á Íslandi - Kynning stýrihóps sem vaktar óbein áhrif Covid-19 á lýðheilsu Kl. 10:00
Á fund nefndarinnar mættu Alma D. Möller og Dóra Guðrún Guðmundsdóttir. Fóru þær yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 24. mál - ávana-og fíkniefni Kl. 10:55
Nefndin ræddi málið.

5) 69. mál - almannatryggingar Kl. 10:55
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðni sem send var 28. febrúar 2022, skv. heimild í 2. mgr. 23. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis, sbr. bókun á 10. fundi nefndarinnar.
Þá var ákveðið að Guðmundur Ingi Kristinsson verði framsögumaður málsins.

6) 70. mál - réttindi sjúklinga Kl. 10:55
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðni sem send var 28. febrúar 2022, skv. heimild í 2. mgr. 23. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis, sbr. bókun á 10. fundi nefndarinnar.
Þá var ákveðið að Guðmundur Ingi Kristinsson verði framsögumaður málsins.

7) 71. mál - almannatryggingar Kl. 10:55
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðni sem send var 28. febrúar 2022, skv. heimild í 2. mgr. 23. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis, sbr. bókun á 10. fundi nefndarinnar.
Þá var ákveðið að Guðmundur Ingi Kristinsson verði framsögumaður málsins.

8) 74. mál - stuðningur til kaupa á fyrstu íbúð Kl. 10:55
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðni sem send var 28. febrúar 2022, skv. heimild í 2. mgr. 23. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis, sbr. bókun á 10. fundi nefndarinnar.
Þá var ákveðið að Guðmundur Ingi Kristinsson verði framsögumaður málsins.

9) 51. mál - búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum Kl. 10:55
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti. Þá var ákveðið að Guðmundur Ingi Kristinsson verði framsögumaður málsins.

10) 47. mál - afnám vasapeningafyrirkomulags Kl. 10:55
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti. Þá var ákveðið að Guðmundur Ingi Kristinsson verði framsögumaður málsins.

11) 10. mál - gjaldfrjálsar heilbrigðisskimanir Kl. 10:55
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti. Þá var ákveðið að Óli Björn Kárason verði framsögumaður málsins.

12) Önnur mál Kl. 11:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00