21. fundur
velferðarnefndar á 152. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn fimmtudaginn 17. mars 2022 kl. 13:00


Mætt:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) formaður, kl. 13:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 13:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 13:00
Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf), kl. 13:00
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 13:00
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 13:00
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 13:00
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 13:00
Viktor Stefán Pálsson (VSP) fyrir Oddnýju G. Harðardóttur (OH), kl. 13:00
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 13:00

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:00
Fundargerð 20. fundar samþykkt.

2) 138. mál - rannsóknir á nýgengi krabbameina á Suðurnesjum Kl. 13:00
Á fund nefndarinnar mættu Sigríður Haraldsdóttir Elínardóttir frá embætti landlæknis og Laufey Tryggvadóttir frá Krabbameinsfélagi Íslands. Fóru þær yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 414. mál - landlæknir og lýðheilsa Kl. 13:30
Á fund nefndarinnar mættu Guðlín Steinsdóttir, María Sæm Bjarkardóttir og Sigríður Jakobínudóttir frá heilbrigðisráðuneytinu. Fóru þær yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 13:50
Tillaga Viktors Stefáns Pálssonar um að senda eftirfarandi upplýsingabeiðni til heilbrigðisráðuneytisins var samþykkt:

Í samræmi við 51. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, var á fundi velferðarnefndar 17. mars sl. samþykkt að óska eftir upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu um hvort biðlistar eftir liðskiptaaðgerðum hafi lengst á síðustu misserum, m.a. vegna heimsfaraldurs Covid-19
Þá óskar nefndin eftir upplýsingum frá ráðuneytinu um stöðu biðlista eftir liðskiptaaðgerðum og hvort ætlunin sé að auka fjárveitingar til að vinna niður biðlista vegna slíkra aðgerða, þ.m.t. hvort fjölga eigi aðgerðum hjá læknamiðstöðinni Klíníkinni Ármúla og hvort fyrirhugað liðskiptasetur á Akranesi sé tekið til starfa?

Fundi slitið kl. 13:55