23. fundur
velferðarnefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 23. mars 2022 kl. 09:30


Mætt:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) formaður, kl. 09:30
Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf), kl. 09:30
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:30
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:30
Jónína Björk Óskarsdóttir (JBÓ), kl. 09:30
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:30
Viktor Stefán Pálsson (VSP) fyrir Oddnýju G. Harðardóttur (OH), kl. 09:30

Ásmundur Friðriksson og Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir voru fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Jódís Skúladóttir tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Fundargerðir 21. og 22. funda voru samþykktar.

2) 418. mál - mótun stefnu í aðdraganda aðgerðaáætlunar í heilbrigðisþjónustu við aldraða til ársins 2030 Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar mættu Guðlaug Einarsdóttir, Elsa B. Friðfinnsdóttir og Anna Birgit Ómarsdóttir frá heilbrigðisráðuneytinu. Fóru þær yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 433. mál - heilbrigðisþjónusta Kl. 10:15
Á fund nefndarinnar mættu Sigurður Kári Árnason og Þórunn Oddný Steinsdóttir frá heilbrigðisráðuneytinu. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 10:55
Í samræmi við 51. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, samþykktu nefndarmenn að óska eftir upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu um stöðu transteyma á Landspítalanum. Óskað er eftir svörum við eftirfarandi spurningum:

1.
Hvaða leiðir telur ráðuneytið best til þess fallnar að stytta meðalbiðtíma ungmenna eftir þjónustu transteymis BUGL/Landspítala?
2.
Hvernig telur ráðuneytið best að tryggja samfellu í þjónustu við trans ungmenni á milli transteymis BUGL og transteymis fullorðinna?
3.
Hvert er mat ráðuneytisins á stöðu fagþekkingar innan málaflokksins? Kemur til álita af hálfu ráðuneytisins að gera þjónustusamninga við utanaðkomandi fagaðila, jafnvel erlendis frá, til að tryggja sérþekkingu sem hugsanlega vantar, t.a.m. er varðar málefni intersex fólks?

Fundi slitið kl. 11:00