33. fundur
velferðarnefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 16. maí 2022 kl. 09:37


Mætt:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) formaður, kl. 09:37
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:37
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:37
Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf), kl. 09:37
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:37
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:37
Orri Páll Jóhannsson (OPJ) fyrir (JSkúl), kl. 09:37
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:37

Óli Björn Kárason vék af fundi kl. 10:00. Guðmundur Ingi Kristinsson, Halldóra Mogensen og Orri Páll Jóhannsson viku af fundi kl. 11:00.
Oddný G. Harðardóttir var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritarar:
Kolbrún Birna Árdal
Þórhildur Líndal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:37
Fundargerðir 31. og 32. funda voru samþykktar.

2) 482. mál - atvinnuréttindi útlendinga Kl. 09:40
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðni sem send var 2. maí 2022, skv. heimild í 2. mgr. 23. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis, sbr. bókun á 10. fundi nefndarinnar.
Tillaga um að Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

3) 517. mál - frjáls atvinnu- og búseturéttur launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins Kl. 09:40
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðni sem send var 2. maí 2022, skv. heimild í 2. mgr. 23. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis, sbr. bókun á 10. fundi nefndarinnar.
Tillaga um að Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

4) 530. mál - breyting á ýmsum lögum í þágu barna Kl. 09:40
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðni sem send var 2. maí 2022, skv. heimild í 2. mgr. 23. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis, sbr. bókun á 10. fundi nefndarinnar.
Tillaga um að Líneik Anna Sævarsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

5) 593. mál - sorgarleyfi Kl. 09:40
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðni sem send var 2. maí 2022, skv. heimild í 2. mgr. 23. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis, sbr. bókun á 10. fundi nefndarinnar.
Tillaga um að Jódís Skúladóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

6) 418. mál - mótun stefnu í aðdraganda aðgerðaáætlunar í heilbrigðisþjónustu við aldraða til ársins 2030 Kl. 09:55
Á fund nefndarinnar mættu Bryndís Gunnlaugsdóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Sveinn Margeirsson frá Skútustaðahreppi og Þingeyjarsveit, María Fjóla Harðardóttir og Vilborg Gunnarsdóttir frá Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu, Þuríður Harpa Sigurðardóttir, Stefán Vilbergsson og Valdís Ösp Árnadóttir frá Öryrkjabandalagi Íslands, Gunnar Örn Gunnarsson og Sandra Bryndísardóttir Franks frá Sjúkraliðafélagi Íslands og Edda Dröfn Daníelsdóttir og Guðbjörg Pálsdóttir frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

7) Önnur mál Kl. 11:20
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fundi slitið kl. 11:20