35. fundur
velferðarnefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 19. maí 2022 kl. 13:30


Mætt:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) formaður, kl. 13:30
Oddný G. Harðardóttir (OH) 1. varaformaður, kl. 13:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 13:30
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 13:30
Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf), kl. 13:30
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 13:30
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 13:30
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 13:30
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 13:30

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir boðaði forföll.
Ásmundur Friðriksson vék af fundi kl. 14:08.

Nefndarritarar:
Kolbrún Birna Árdal
Þórhildur Líndal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:30
Fundargerð 34. fundar samþykkt.

2) 590. mál - aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum Kl. 13:30
Á fund nefndarinnar mættu Hjörtur Örn Eysteinsson og Rúnar Björn Herrera Þorkelsson frá NPA miðstöðinni, Katrín Oddsdóttir frá Öryrkjabandalagi Íslands, Sara S. Öldudóttir frá Alþýðusambandi Íslands, Andri Valur Ívarsson frá Bandalagi háskólamanna, Hrannar Már Gunnarsson frá BSRB, Anna Guðrún Halldórsdóttir og Steinunn Bergmann frá Félagsráðgjafafélagi Íslands og Bryndís Gunnlaugsdóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 684. mál - flutningur fasteignaskrár frá Þjóðskrá Íslands til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar Kl. 14:55
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með fresti til 1. júní nk. Þá var ákveðið að Líneik Anna Sævarsdóttir verði framsögumaður málsins.

4) Önnur mál Kl. 15:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:00