38. fundur
velferðarnefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 23. maí 2022 kl. 09:30


Mætt:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) formaður, kl. 09:30
Oddný G. Harðardóttir (OH) 1. varaformaður, kl. 09:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:30
Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf), kl. 09:30
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:30
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:30
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:30
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG) fyrir Bergþór Ólason (BergÓ), kl. 09:35

Guðmundur Ingi Kristinsson, Halldóra Mogensen og Hafdís Hrönn Hafsteindóttir boðuðu forföll. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vék af fundi kl. 9.55.

Nefndarritari: Þórhildur Líndal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Frestað.

2) 271. mál - málefni innflytjenda Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar mættu Linda Rós Alfreðsdóttir og Áshildur Linnet frá Félags-og vinnumarkaðsráðuneyti. Fóru þær yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna. Allir viðstaddir samþykktu að afgreiða málið til 3. umræðu án nefndarálits.

3) 593. mál - sorgarleyfi Kl. 10:10
Á fund nefndarinnar mættu Bjarnheiður Gautadóttir og Klara Baldursdóttir Briem frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, Þóra Jónsdóttir frá Barnaheillum, Halla Þorvaldsdóttir, Nina Slowinska og Harpa Ásdís Sigfúsdóttir frá Krabbameinsfélaginu, Karólína Helga Símonardóttir og Ína Ólöf Sigurðardóttir frá Sorgarmiðstöðinni og Heiðrún Björk Gísladóttir frá Samtökum atvinnulífsins.

4) Önnur mál Kl. 10:50
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fundi slitið kl. 10:54