4. fundur
velferðarnefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 30. október 2013 kl. 09:00


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 09:00
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE) 1. varaformaður, kl. 09:00
Björt Ólafsdóttir (BjÓ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:00
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) fyrir UBK, kl. 09:00

ElH var fjarverandi.
ÁsF vék af fundi kl. 10:53.
PJP og VilÁ véku af fundi kl. 11:07.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 09:00
Fundargerð síðasta fundar var samþykkt.

2) 22. mál - lögfesting Norðurlandasamnings um almannatryggingar Kl. 09:03
Nefndin tók til umfjöllunar 22. mál, frumvarp til laga um lögfestingu Norðurlandasamnings um almannatryggingar, og fékk á sinn fund Hildi Sverrisdóttur Röed og Steinunni M. Lárusdóttur frá velferðarráðuneyti sem kynntu efni málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 23. mál - geislavarnir Kl. 09:43
Nefndin tók 23. mál, frumvarp til laga um breytingu á lögum um geislavarnir, til umfjöllunar og fékka á sinn fund Margréti Björnsdóttur frá velferðarráðuneyti og Elísabetu Ólafsdóttur og Guðlaug Einarsson frá Geislavörnum ríkisins sem kynntu efni frumvarpsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 24. mál - sjúkraskrár Kl. 10:17
Nefndin tók til umfjöllunar 24. mál, frumvarp til laga um breytingu á lögum um sjúkraskrár, og fékk á sinn fund Guðríði Þorsteinsdóttur og Rún Knútsdóttur frá velferðarráðuneyti. Kynntu þær efni frumvarpsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Heilbrigðisþjónusta yfir landamæri Kl. 10:48
Nefndin fjallaði um tilskipun 2011/24/ESB um heilbrigðisþjónustu yfir landamæri og fékk á sinn fund Steinunni M. Lárusdóttur og Laufeyju Helgu Guðmundsdóttur frá velferðarráðuneyti sem kynntu efni tilskipunarinnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) Önnur mál Kl. 11:22
Formaður vék að fyrirkomulagi á framsögumannakerfi þingmála.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:37