15. fundur
velferðarnefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 27. nóvember 2013 kl. 10:00


Mættir:

Þórunn Egilsdóttir (ÞórE) 1. varaformaður, kl. 10:05
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 10:05
Elín Hirst (ElH), kl. 10:05
Guðbjartur Hannesson (GuðbH) fyrir KaJúl, kl. 10:05
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 10:05
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 10:05
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 10:05
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 10:19

SII og BjÓ voru fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 10:05
Fundargerð síðasta fundar var samþykkt.

2) 144. mál - almannatryggingar, málefni aldraðra og félagsleg aðstoð Kl. 10:05
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 144. mál og fékk á sinn fund Hörð Helga Helgason og Þórð Sveinsson frá Persónuvernd, Gyðu Hjartardóttur og Þóru Björg Jónsdóttur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Ellen Calmon og Sigríði Hönnu Ingólfsdóttur frá Öryrkjabandalaginu. Gerðu þau grein fyrir umsögnum sínum og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Kynning á reiknilíkani heilbrigðisstofnana. Kl. 11:12
Fulltrúar velferðarráðuneytisins kynntu reiknilíkan heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni. Á fundinn komu Hörnn Ottósdóttir, Sveinn Magnússon, Dagný Brynjólfsdóttur og Margrét Björk Svavarsdóttir.

4) Önnur mál Kl. 12:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00