45. fundur
velferðarnefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 30. apríl 2014 kl. 09:00


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 09:00
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE) 1. varaformaður, kl. 09:00
Björt Ólafsdóttir (BjÓ) 2. varaformaður, kl. 09:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Elín Hirst (ElH), kl. 09:00
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 09:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:00
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:00
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:00

Ásmundur Friðriksson vék af fundi kl. 11:10.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Samþykkt fundargerðar var frestað.

2) Þjónusta við börn með alvarlegar þroska- og geðraskanir. Kl. 09:00
Nefndin fjallaði um vanda barna með alvarlegar þroska- og geðraskanir. Á fund nefndarinnar komu Ingibjörg Broddadóttir og Einar Njálsson frá velferðarráðuneyti, Guðjón Bragason og Gyða Hjartardóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Bragi Guðbrandsson, Heiða Björg Pálmadóttir og Halldór Hauksson frá Barnaverndarstofu, Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, Linda Kristmundsdóttir og Vilborg Guðnadóttir frá BUGL og Stefán Hreiðarsson frá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.

3) 335. mál - mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu Kl. 10:30
Nefndin tók til umfjöllunar 335. mál og fékk á sinn fund Braga Guðbrandsson, Heiðu Björgu Pálmadóttur og Halldór Hauksson frá Barnaverndarstofu, Þóru Jónsdóttur og Ernu Reynisdóttu frá Barnaheillum, Jónu Aðalheiði Pálmadóttur frá Mannréttindaskrifstofu Íslands og Rafn Jónsson, Guðrúnu Höllu Jónsdóttur og Árna Einarsson frá embætti landlæknis. Gerðu þau grein fyrir umsögnum sínum og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 378. mál - heilbrigðisstarfsmenn Kl. 10:45
Formaður lagði til að málið yrði afgreitt sem var samþykkt af öllum viðstöddum.

Að nefndaráliti standa: SII, ÞórE, BjÓ, ÁsF, ElH, GuðbH, LRM, PJP og UBK.

5) 294. mál - aðgerðir í þágu lækningar við mænuskaða Kl. 11:57
Nefndin fjallaði um málið.

6) Önnur mál Kl. 12:00
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 12:00