7. fundur
velferðarnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 19. október 2015 kl. 09:31


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 09:31
Elsa Lára Arnardóttir (ELA) 1. varaformaður, kl. 09:37
Páll Valur Björnsson (PVB) 2. varaformaður, kl. 09:31
Hörður Ríkharðsson (HR) fyrir Guðbjart Hannesson (GuðbH), kl. 09:31
Sandra Dís Hafþórsdóttir (SDH) fyrir Ásmund Friðriksson (ÁsF), kl. 09:31
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 09:34

Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir boðuðu forföll. Silja Dögg Gunnarsdóttir var fjarverandi. Páll Valur Björnsson vék af fundi kl. 10:54. Elsa Lára Arnardóttir vék af fundi kl. 11:06.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:35
Fundargerð 6. fundar var samþykkt.

2) Forvarnir vegna lífsstílssjúkdóma með sérstakri áherslu á sykursýki. Kl. 09:36
Á fund nefndarinnar komu Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, Gígja Gunnarsdóttir og Hólmfríður Þorgeirsdóttir frá embætti landlæknis, Oddur Steinarsson og Þórunn Ólafsdóttir frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Rafn Benediktsson frá Landspítala.

3) Önnur mál Kl. 11:14
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:14