18. fundur
velferðarnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 25. nóvember 2015 kl. 09:04


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 09:04
Elsa Lára Arnardóttir (ELA) 1. varaformaður, kl. 09:07
Páll Valur Björnsson (PVB) 2. varaformaður, kl. 09:04
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 10:02
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 09:04
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 09:32
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:04
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 09:04

Ásmundur Friðriksson boðaði seinkun. Unnur Brá Konráðsdóttir boðaði forföll. Silja Dögg Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 11:26. Páll Valur Björnsson vék af fundi kl. 11:46.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:04
Fundargerð 17. fundar var samþykkt.

2) 35. mál - sjóðir og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og málefni aldraðra Kl. 09:06
Á fund nefndarinnar komu Sigurður Rúnar Sigurjónsson frá Eir, hjúkrunarheimili, Gísli Páll Pálsson og Stefán Geir Þórisson frá Grund, dvalar- og hjúkrunarheimili, og Sigurður Garðarsson frá Hrafnistu, dvalarheimili aldraðra.

3) 228. mál - sjúkratryggingar og lyfjalög Kl. 10:02
Á fund nefndarinnar komu Aðalbjörg J. Finnsdóttir frá Félagi íslenska hjúkrunarfræðinga, Páll Matthíasson og María Heimisdóttir frá Landspítalanum, Ólafur Adolfsson og Ólafur Ólafsson frá Lyfjafræðingafélagi Íslands, Dögg Pálsdóttir og Þorbjörn Jónsson frá Læknafélagi Íslands og Halla Björk Erlendsdóttir og Ingibjörg K. Þorsteinsdóttir frá Sjúkratryggingum Íslands.

4) 338. mál - stefna og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára Kl. 11:49
Ákveðið var að Sigríður Ingibjörg Ingadóttir yrði framsögumaður málsins.

5) Önnur mál Kl. 11:50
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:50