33. fundur
velferðarnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 27. janúar 2016 kl. 09:02


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 09:02
Elsa Lára Arnardóttir (ELA) 1. varaformaður, kl. 09:12
Páll Valur Björnsson (PVB) 2. varaformaður, kl. 09:02
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:02
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:02
Jón Gunnarsson (JónG) fyrir Ragnheiði Ríkharðsdóttur (RR), kl. 10:17
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 09:15
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:10
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 09:02
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:02

Unnur Brá Konráðsdóttir vék af fundi kl. 9:59. Helgi Hrafn Gunnarsson vék af fundi kl. 11. Ásmundur Friðriksson og Jón Gunnarsson viku af fundi kl. 12.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:02
Fundargerð 32. fundar var samþykkt.

2) 435. mál - almennar íbúðir Kl. 09:02
Nefndin fékk á sinn fund fyrst Gylfa Arnbjörnsson og Magnús M. Norðdahl frá Alþýðusambandi Íslands, Döllu Ólafsdóttur frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæjar og Halldór Árnason frá Samtökum atvinnulífsins og næst Auðun Frey Ingvarsson frá Félagsbústöðum hf.

3) Upptaka nýrra S-merktra lyfja Kl. 10:30
Nefndin fékk á sinn fund Einar Magnússon og Margréti Björnsdóttur frá velferðarráðuneyti og Guðrúnu I. Gylfadóttur frá lyfjagreiðslunefnd.

4) 435. mál - almennar íbúðir Kl. 11:25
Nefndin fékk á sinn fund Birgi Björn Sigurjónsson, Einar Bjarka Gunnarsson, Ellý A. Þorsteinsdóttur, Helgu Jónu Benediktsdóttur og Ívar Örn Ívarsson frá Reykjavíkurborg.

5) Önnur mál Kl. 12:41
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:41