66. fundur
velferðarnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 9. maí 2016 kl. 09:21


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 09:21
Páll Valur Björnsson (PVB) 2. varaformaður, kl. 09:21
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:21
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 12:04
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 09:21
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 09:21
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:21

Elsa Lára Arnardóttir og Silja Dögg Gunnarsdóttir boðuðu forföll. Ásmundur Friðriksson vék af fundi kl. 11:49. Ragnheiður Ríkharðsdóttir vék af fundi kl. 11:56 og kom Vilhjálmur Árnason í hennar stað kl. 12:05. Ólína Þorvarðardóttir vék af fundi kl. 12:26.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) 435. mál - almennar íbúðir Kl. 09:21
Málið var afgreitt með samþykki allra viðstaddra. Að nefndaráliti og breytingartillögu stóðu allir viðstaddir auk Elsu Láru Arnardóttur, Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur og Silju Daggar Gunnarsdóttur samkvæmt heimild 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.

2) 676. mál - sjúkratryggingar Kl. 09:44
Nefndin fékk á sinn fund fyrst Maríu Heimisdóttur og Sigrúnu Guðjónsdóttur frá Landspítala og Ingibjörgu K. Þorsteinsdóttur og Steingrím Ara Arason frá Sjúkratryggingum Íslands, næst Henný Hinz frá Alþýðusambandi Íslands, Helgu Jónsdóttur frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, Önnu Rós Sigmundsdóttur frá Kennarasambandi Íslands og Hildigunni Hafsteinsdóttur og Jóhannes Gunnarsson frá Neytendasamtökunum og loks Aðalbjörgu Finnbogadóttur og Guðbjörgu Pálsdóttur frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og Þórunni Hönnu Halldórsdóttur frá Félagi talmeinafræðinga á Íslandi.

3) Fundargerð Kl. 11:29
Fundargerðir 64. og 65. fundar voru samþykktar.

4) 473. mál - lyfjalög og lækningatæki Kl. 12:00
Nefndin fékk á sinn fund Jón Fannar Kolbeinsson og Margréti Björnsdóttir frá velferðarráðuneyti og Rúnu Hauksdóttur frá Lyfjastofnun.

5) Önnur mál Kl. 12:32
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:32