86. fundur
velferðarnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í stigaherbergi í Alþingishúsi, miðvikudaginn 24. ágúst 2016 kl. 15:40


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 15:40
Elsa Lára Arnardóttir (ELA) 1. varaformaður, kl. 15:40
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 15:40
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 15:40
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 15:40

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, Páll Valur Björnsson og Steingrímur J. Sigfússon voru stödd erlendis vegna starfa fyrir þingið.
Silja Dögg Gunnarsdóttir boðaði forföll.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) 20. mál - aukinn stuðningur vegna tæknifrjóvgana Kl. 15:40
Nefndin ákvað að afgreiða málið með nefndaráliti. Allir viðstaddir nefndarmenn standa að álitinu auk Silju Daggar Gunnarsdóttur.

2) 197. mál - almannatryggingar Kl. 15:45
Nefndin ákvað að afgreiða málið með nefndaráliti. Að nefndaráliti standa Ásmundur Friðriksson, Elsa Lára Arnardóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir.

3) Önnur mál Kl. 15:50
Fleira var ekki gert á fundinum.

Fundi slitið kl. 15:50