31. fundur
velferðarnefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 20. apríl 2018 kl. 15:00


Mættir:

Halldóra Mogensen (HallM) formaður, kl. 15:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 15:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 15:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 15:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 15:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 15:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 15:57

Guðjón S. Brjánsson var fjarverandi vegna annarra þingstarfa. Ásmundur Friðriksson var fjarverandi vegna jarðarfarar.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:00
Dagskrárlið frestað.

2) 26. mál - þjónusta við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir Kl. 15:00
Á fund nefndarinnar mættu Guðjón Bragason og Sigrún Þórarinsdóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Drífa Snædal, Harpa Ólafsdóttir og Óttar Grönvold frá Alþýðusambandi Íslands, Árni Múli Jónasson frá Þroskahjálp, Rannveig Traustadóttir frá Rannsóknarsetri í fötlunarfræðum og Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, ásamt aðstoðarmanni, og Katrín Oddsdóttir frá NPA-miðstöðinni. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Málið var afgreitt út úr nefndinni með samþykki allra viðstaddra nefndarmanna. Allir nefndarmenn standa að sameiginlegu áliti.

3) 27. mál - félagsþjónusta sveitarfélaga Kl. 15:00
Á fund nefndarinnar mættu Guðjón Bragason og Sigrún Þórarinsdóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Drífa Snædal, Harpa Ólafsdóttir og Óttar Grönvold frá Alþýðusambandi Íslands, Árni Múli Jónasson frá Þroskahjálp, Rannveig Traustadóttir frá Rannsóknarsetri í fötlunarfræðum og Rúnar Björn Herrera Þorkelsson og Katrín Oddsdóttir frá NPA-miðstöðinni. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Málið var afgreitt út úr nefndinni með samþykki allra viðstaddra nefndarmanna. Allir nefndarmenn standa að sameiginlegu áliti.

4) Önnur mál Kl. 17:06
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:06