35. fundur
velferðarnefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 27. apríl 2018 kl. 16:00


Mættir:

Halldóra Mogensen (HallM) formaður, kl. 16:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 16:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 16:00
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 16:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 16:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 16:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) fyrir Höllu Signý Kristjánsdóttur (HSK), kl. 16:00

Anna Kolbrún Árnadóttir boðaði forföll. Ásmundur Friðriksson boðaði forföll af persónulegum ástæðum.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) 88. mál - óháð, fagleg staðarvalsgreining fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús Kl. 16:00
Tillaga formanns og framsögumanns um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af Halldóru Mogensen, Önnu Kolbrúnu Árnadóttur og Guðmundi Inga Kristinssyni. Andrés Ingi jónsson, Guðjón S. Brjánsson, Ólafur Þór Gunnarsson, Vilhjálmur Árnason og Willum Þór Þórsson sátu hjá.

2) 494. mál - fjármálaáætlun 2019--2023 Kl. 16:10
Kl. 16:10 mættu á fund nefndarinnar Salvör Nordal umboðsmaður barna, Jón Viðar Pálmason, Birgir Björn Sigurjónsson og Erik Bjarnason frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar, Rannveig Einarsdóttir frá velferðarsviði Hafnarfjarðarbæjar og Atli Sturluson og Ingólfur Arnarson frá velferðarsviði Kópavogs. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Kl. 16:40 mætti Alma D. Möller landlæknir og Laura Sch. Thorsteinsson frá embætti landlæknis. Fóru þær yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Framkvæmdaákvörðun (ESB) 2016/786 um málsmeðferð varðandi stofnun og rekstur óháðrar ráðgjafanefndar til að aðstoða aðildarríkin og framkvæmdastjórnina við að ákvarða hvort tóbaksvörur hafi einkennandi bragð Kl. 17:22
Allir viðstaddir nefndarmenn samþykktu að afgreiða málið út úr nefndinni. Að áliti nefndarinnar standa Guðmundur Ingi Kristinsson, Willum Þór Þórsson, Vilhjálmur Árnason, Halldóra Mogensen, Ólafur Þór Gunnarsson, Andrés Ingi Jónsson og Guðjón S. Brjánsson.

4) Framkvæmdaákvörðun (ESB) 2016/586 um tæknistaðla fyrir áfyllingarbúnað rafsígaretta Kl. 17:22
Allir viðstaddir nefndarmenn samþykktu að afgreiða málið út úr nefndinni. Að áliti nefndarinnar standa Guðmundur Ingi Kristinsson, Willum Þór Þórsson, Vilhjálmur Árnason, Halldóra Mogensen, Ólafur Þór Gunnarsson, Andrés Ingi Jónsson og Guðjón S. Brjánsson.

5) Framkvæmdaákvörðun (ESB) 2015/2186 um snið til að leggja fram upplýsingar um tóbaksvörur og gera þær aðgengilegar Kl. 17:22
Allir viðstaddir nefndarmenn samþykktu að afgreiða málið út úr nefndinni. Að áliti nefndarinnar standa Guðmundur Ingi Kristinsson, Willum Þór Þórsson, Vilhjálmur Árnason, Halldóra Mogensen, Ólafur Þór Gunnarsson, Andrés Ingi Jónsson og Guðjón S. Brjánsson.

6) Framkvæmdaákvörðun (ESB) 2015/2183 um sameiginlegt snið fyrir tilkynningu um rafsígarettur og áfyllingarílát Kl. 17:22
Allir viðstaddir nefndarmenn samþykktu að afgreiða málið út úr nefndinni. Að áliti nefndarinnar standa Guðmundur Ingi Kristinsson, Willum Þór Þórsson, Vilhjálmur Árnason, Halldóra Mogensen, Ólafur Þór Gunnarsson, Andrés Ingi Jónsson og Guðjón S. Brjánsson.

7) Framkvæmdaákvörðun (ESB) 2016/787 um forgangsskrá yfir aukaefni í vindlingum og vafningstóbaki sem falla undir auknar kvaðir um skýrslugjöf Kl. 17:22
Allir viðstaddir nefndarmenn samþykktu að afgreiða málið út úr nefndinni. Að áliti nefndarinnar standa Guðmundur Ingi Kristinsson, Willum Þór Þórsson, Vilhjálmur Árnason, Halldóra Mogensen, Ólafur Þór Gunnarsson, Andrés Ingi Jónsson og Guðjón S. Brjánsson.

8) Reglugerð (ESB) 2016/589 um vinnumiðlunarnet Evrópu (EURES-netið), aðgang launafólks að þjónustu vegna hreyfanleika og frekari samþættingu vinnumarkaða, og breytingu á reglugerðum (ESB) nr. 492/2011 og (ESB) nr. 1296/2013 Kl. 17:25
Allir viðstaddir nefndarmenn samþykktu að afgreiða málið út úr nefndinni. Að áliti nefndarinnar standa Guðmundur Ingi Kristinsson, Willum Þór Þórsson, Vilhjálmur Árnason, Halldóra Mogensen, Ólafur Þór Gunnarsson, Andrés Ingi Jónsson og Guðjón S. Brjánsson.

9) Önnur mál Kl. 17:30
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:30