49. fundur
velferðarnefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 3. júlí 2018 kl. 14:30


Mætt:

Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 14:30
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) fyrir Ólaf Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 14:30
Björn Leví Gunnarsson (BLG) fyrir Halldóru Mogensen (HallM), kl. 14:30
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 14:30
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 14:30
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP) fyrir Andrés Inga Jónsson (AIJ), kl. 14:30
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 14:30
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) fyrir Höllu Signýju Kristjánsdóttur (HSK), kl. 14:30

Anna Kolbrún Árnadóttir var fjarverandi.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Uppsagnir ljósmæðra Kl. 14:30
Á fund nefndarinnar komu Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Elsa B. Friðfinnsdóttir og Iðunn Garðarsdóttir frá velferðarráðuneyti, Linda Kristmundsdóttir, Anna Sigrún Baldursdóttir og Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir frá Landspítalanum og Alma D. Möller frá embætti Landlæknis. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin fjallaði um málið.

Guðjón S. Brjánsson lagði fram eftirfarandi bókun: „Síðastliðna 10 mánuði hafa ljósmæður barist fyrir því að fá laun sín leiðrétt en samningaviðræður Ljósmæðrafélags Íslands og íslenska ríkisins engu skilað. Með hverjum mánuðinum sem líður horfum við fram á fleiri uppsagnir og nú er að skapast það hættuástand á Landspítalanum sem að Samfylkingin, aðrir þingmenn stjórnarandstöðunnar og heilbrigðisstarfsmenn- og stofnanir hafa endurtekið varað við.

Samfylkingin beinir þeim skýlausum tilmælum til ríkisstjórnarinnar að þegar í stað verði beitt öllum tiltækum ráðum til þess að leiða til lykta hina erfiðu deilu sem nú stendur yfir við ljósmæður, fámennrar en mikilvægrar heilbrigðisstéttar, hreinustu kvennastéttar á Íslandi. Skorað er á ráðherra að kjör ljósmæðra verði leiðrétt til samræmis við sérhæft fagfólk með sex ára háskólanám að baki.“

2) Önnur mál Kl. 15:54
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:54