17. fundur
velferðarnefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 29. nóvember 2018 kl. 13:00


Mættir:

Halldóra Mogensen (HallM) formaður, kl. 13:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 13:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 13:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 13:12
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 13:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 13:08

Ásmundur Friðriksson og Guðmundur Ingi Kristinsson voru fjarverandi vegna annarra þingstarfa.
Guðjón S. Brjánsson boðaði forföll.

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:00
Dagskrárlið frestað.

2) 266. mál - lyfjalög og landlæknir og lýðheilsa Kl. 13:00
Á fund nefndarinnar mættu Aðalbjörg Finnbogadóttir og Guðbjörg Pálsdóttir frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og Áslaug Íris Valsdóttir frá Ljósmæðrafélagi Íslands. Fóru þær yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Þá komu á fund nefndarinnar Lóa María Magnúsdóttir og Ólafur Ólafsson frá Lyfjafræðingafélagi Íslands.Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Dagrún Hálfdánardóttir og Andrés Magússon frá embætti landlæknis og Helga Gottfreðsdóttir frá heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands mættu á fund nefndarinnar. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Einnig mættu á fund nefndarinnar Áslaug Einarsdóttir, Ásthildur Knútsdóttir og María Sæmundsdóttir frá velferðarráðuneytinu. Svöruðu þær spurningum nefndarmanna.

3) 181. mál - 40 stunda vinnuvika Kl. 14:15
Á fund nefndarinnar mættu Magnús Már Guðmundsson, Harpa Hrund Berndsen og Ragnhildur Ísaksdóttir frá Reykjavíkurborg. Kynntu þau tilraunarverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar og svöruðu spurningum nefndarmanna. Auk þeirra kom á fund nefndarinnar Guðrún Ragnarsdóttir frá Félagi kvenna í atvinnulífinu. Fór hún yfir málið og svaraði spurningum nefndarmanna.
Þá mættu á fund nefndarinnar Hannes G. Sigurðsson frá Samtökum atvinnulífsins, Salvör Nordal og Guðríður Bolladóttir frá embætti umboðsmanns barna og Halldór Grönvold frá Alþýðusambandi Íslands. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 13. mál - aðgerðaáætlun fyrir árin 2019--2022 til að styrkja stöðu barna og ungmenna Kl. 15:20
Á fund nefndarinnar mættu Salvör Nordal og Guðríður Bolladóttir frá embætti umboðsmanns barna. Fóru þær yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 156. mál - umboðsmaður barna Kl. 15:25
Á fund nefndarinnar mættu Salvör Nordal og Guðríður Bolladóttir frá embætti umboðsmanns barna, Auður Rán Pálsdóttir og Sigurjóna Hauksdóttir frá ungmennaráði UNICEF, Kolbeinn Þorsteinsson frá ungmennaráði Barnaheilla og Inga Huld Ármann og Sólrún Elín Freygarðsdóttir frá ráðgjafarhópi embættis umboðsmanns barna. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) Önnur mál Kl. 16:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:00