64. fundur
velferðarnefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu, föstudaginn 31. maí 2019 kl. 13:00


Mættir:

Halldóra Mogensen (HallM) formaður, kl. 13:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 13:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 13:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 13:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 13:00
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 13:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 13:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 13:00

Vilhjálmur Árnason var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:00
Dagskrárlið frestað.

2) 771. mál - framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar 2019--2022 Kl. 13:05
Tillaga um að afgreiða málið til síðari umræðu var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.
Allir viðstaddir nefndarmenn standa saman að nefndaráliti og breytingartillögu.
Að auki skrifar undir álitið Vilhjálmur Árnason samkvæmt heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.

3) 795. mál - húsaleigulög Kl. 13:10
Tillaga um að afgreiða málið til 2. umræðu var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.
Allir viðstaddir nefndarmenn standa að nefndaráliti með breytingartillögu.
Vilhjálmur Árnason skrifar undir álitið með fyrirvara samkvæmt heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.
Að auki skrifa Halldóra Mogensen og Anna Kolbrún Árnadóttir undir álitið með fyrirvara.

4) 711. mál - ávana- og fíkniefni Kl. 13:15
Dagskrárlið frestað.

5) Önnur mál Kl. 13:15
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 13:15