66. fundur
velferðarnefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 7. júní 2019 kl. 09:00


Mættir:

Halldóra Mogensen (HallM) formaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:35
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) fyrir Ólaf Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:00

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Dagskrárlið frestað.

2) 954. mál - félagsleg aðstoð og almannatryggingar Kl. 09:05
Nefndin fjallaði um málið og fékk á fund sinn Ágúst Þór Sigurðsson og Hildi Sverrisdóttur Röed frá félagsmálaráðuneytinu, Þuríði Hörpu Sigurðardóttur, Sigurjón Unnar Sveinsson, Sigríði Hönnu Ingólfsdóttur og Bergþór Heimi Þórðarson frá Öryrkjabandalagi Íslands og Árna Múla Jónasson og Friðrik Sigurðsson frá Landssamtökunum Þroskahjálp.

3) Önnur mál Kl. 09:55
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:55