5. fundur
velferðarnefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 9. október 2019 kl. 09:00


Mættir:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:00
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:00

Vilhjálmur Árnason boðaði forföll.

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Frestað.

2) Útboð sjúkraþjálfunar á höfuðborgarsvæðinu Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar mættu Auður Ólafsdóttir, Unnur Pétursdóttir og Haraldur Sæmundsson frá Félagi sjúkraþjálfara. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Kynning á skýrslu um fjöldaþróun örorkulífeyrisþega Kl. 09:45
Á fund nefndarinnar mætti Kolbeinn H. Stefánsson. Kynnti hann skýrslu um fjöldaþróun örorkulífeyrisþega og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) 41. mál - búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum Kl. 10:30
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti. Þá var ákveðið að Guðmundur Ingi Kristinsson verði framsögumaður málsins.

5) 38. mál - mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í samfélaginu Kl. 10:30
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti. Þá var ákveðið að Helga Vala Helgadóttir verði framsögumaður málsins.

6) 72. mál - almannatryggingar Kl. 10:30
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti. Þá var ákveðið að Guðmundur Ingi Kristinsson verði framsögumaður málsins.

7) 35. mál - orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega Kl. 10:30
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti. Þá var ákveðið að Ólafur Þór Gunnarsson verði framsögumaður málsins.

8) 88. mál - réttur barna til að vita um uppruna sinn Kl. 10:30
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti. Þá var ákveðið að Halla Signý Kristjánsdóttir verði framsögumaður málsins.

9) Önnur mál Kl. 10:35
Nefndin ræddi heimsóknir framundan.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:35