8. fundur
velferðarnefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 23. október 2019 kl. 09:00


Mættir:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:00
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:00
Kristín Traustadóttir (KTraust), kl. 09:00
Stefán Vagn Stefánsson (SVS), kl. 09:00

Stefán Vagnsson vék af fund kl. 09:50 og tók Ásgerður K. Gylfadóttir þá sæti í hans stað.
Vilhjálmur Árnason var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.
Bjarni Jónsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 7. fundar var samþykkt.

2) 8. mál - sjúkratryggingar Kl. 09:00
09:00 Á fund nefndarinnar mættu Dóra Guðrún Guðmundsdóttir og Sigrún Daníelsdóttir frá embætti landlæknis og Ingibjörg K. Þorsteinsdóttir og Erna Geirsdóttir frá Sjúkratryggingum Íslands. Fjölluðu þær um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
09:20 Á fund nefndarinnar mættu Tryggvi Ingason og Bóas Valdórsson frá Sálfræðingafélagi Íslands. Fjölluðu þeir um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
09:50 Á fund nefndarinnar mættu Emil Thoroddsen og Stefán Vilbergsson frá Öryrkjabandalagi Íslands og Bryndís Snæbjörnsdóttir og Sigrún Birgisdóttir frá Landssamtökunum Þroskahjálp. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 6. mál - almannatryggingar Kl. 10:10
Á fund nefndarinnar mættu Henný Hinz frá Alþýðusambandi Íslands og Bryndís Snæbjörnsdóttir frá Landssamtökunum Þroskahjálp. Fjölluðu þær um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 17. mál - 300 þús. kr. lágmarksframfærsla almannatrygginga Kl. 10:40
Á fund nefndarinnar mættu Henný Hinz frá Alþýðusambandi Íslands og Bryndís Snæbjörnsdóttir frá Landssamtökunum Þroskahjálp. Fjölluðu þær um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 33. mál - almannatryggingar og félagsleg aðstoð Kl. 10:50
Á fund nefndarinnar mættu Henný Hinz frá Alþýðusambandi Íslands og Bryndís Snæbjörnsdóttir frá Landssamtökunum Þroskahjálp. Fjölluðu þær um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) 28. mál - sértæk þjónustueining fyrir einstaklinga með sjaldgæfa sjúkdóma Kl. 10:55
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti. Þá var ákveðið að Ólafur Þór Gunnarsson verði framsögumaður málsins.

7) 87. mál - barnaverndarlög og almenn hegningarlög Kl. 10:55
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti. Þá var ákveðið að Halla Signý Kristjánsdóttir verði framsögumaður málsins.

8) Önnur mál Kl. 11:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00