10. fundur
velferðarnefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 1. nóvember 2019 kl. 09:05


Mættir:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:05
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:05
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:05
Ásgerður K. Gylfadóttir (ÁsgG) fyrir Höllu Signý Kristjánsdóttur (HSK), kl. 09:05
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:05

Anna Kolbrún Árnadóttir, Guðmundur Ingi Kristinsson, Lilja Rafney Magnúsdóttir og Vilhjálmur Árnason boðuðu forföll.

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Frestað.

2) Staða geðheilbrigðismála Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar mættu Einar Þór Jónsson og Sigríður Gísladóttir frá Geðhjálp. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 8. mál - sjúkratryggingar Kl. 09:40
09:40 Á fund nefndarinnar mættu Einar Þór Jónsson og Sigríður Gísladóttir frá Geðhjálp. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

09:50 Á fund nefndarinnar mættu Steinunn Bergmann og Sveindís Anna Jóhannsdóttir frá Félagsráðgjafafélagi Íslands. Fjölluðu þær um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 22. mál - rannsóknir á þunglyndi meðal eldri borgara Kl. 10:20
Á fund nefndarinnar mættu Steinunn Bergmann frá Félagsráðgjafafélagi Íslands, Sandra Bryndísardóttir Franks og Gunnar Örn Gunnarsson frá Sjúkraliðafélagi Íslands og Sigurveig H. Sigurðardóttir frá félagsvísindasviði Háskóla Íslands. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 69. mál - hagsmunafulltrúi aldraðra Kl. 11:00
Á fund nefndarinnar mættu Berglind Eyjólfsdóttir frá öldungarráði Reykjavíkurborgar og Ellert B. Schram og Róbert Bender frá Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) 266. mál - lyfjalög Kl. 11:15
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti.

7) 285. mál - CBD í almennri sölu Kl. 11:15
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti. Þá var ákveðið að Halldóra Mogensen verði framsögumaður málsins.

8) 166. mál - framleiðsla innrennslisvökva til notkunar í lækningaskyni Kl. 11:15
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti. Þá var ákveðið að Ólafur Þór Gunnarsson verði framsögumaður málsins.

9) Önnur mál Kl. 10:20
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:20