15. fundur
velferðarnefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 13. nóvember 2019 kl. 09:00


Mættir:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:00
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:25

Guðmundur Ingi Kristinsson boðaði forföll.
Vilhjálmur Árnason vék af fundi kl. 09:41.

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerðir 13. og 14. fundar voru samþykktar með fyrirvara um að ekki yrðu gerðar athugasemdir fyrir lok dags.

2) 23. mál - ávana- og fíkniefni Kl. 09:00
09:00 Á fund nefndarinnar mættu Ragna Bjarnadóttir og Hinrika Sandra Ingimundardóttir frá dómsmálaráðuneytinu. Fjölluðu þær um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

09:20 Á fund nefndarinnar mættu Áslaug Einarsdóttir og María Sæmundsdóttir frá heilbrigðisráðuneytinu. Svöruðu þær spurningum nefndarmanna um málið.

09:45 Á fund nefndarinnar mættu Kjartan Njálsson, Dóra Guðrún Guðmundsdóttir og Rafn Magnús Jónsson frá embætti landlæknis. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

10:10 Á fund nefndarinnar mætti Johann Hari og Halldór Árnason. Fjölluðu þeir um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/746 frá 5. apríl 2017 um lækningatæki til sjúkdómsgreiningar í glasi og um niðurfellingu á tilskipun 98/79/EB og ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2010/227/ESB Kl. 10:50
Á fund nefndarinnar mættu Kristín Halla Kristinsdóttir frá utanríkisráðuneytinu og Ásthildur Knútsdóttir, Haukur Eggertsson, Kristín Ninja Guðmundsdóttir og Rögnvaldur G. Gunnarsson. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/745 um lækningatæki, um breytingu á tilskipun 2001/83/EB, reglugerð (EB) nr. 178/2002 og reglugerð (EB) nr. 1223/2009 og um niðurfellingu á tilskipunum ráðsins 90/385/EBE og 93/42/EBE Kl. 10:50
Á fund nefndarinnar mættu Kristín Halla Kristinsdóttir frá utanríkisráðuneytinu og Ásthildur Knútsdóttir, Haukur Eggertsson, Kristín Ninja Guðmundsdóttir og Rögnvaldur G. Gunnarsson. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 320. mál - almennar íbúðir Kl. 11:05
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti. Þá var ákveðið að Halla Signý Kristjánsdóttir verði framsögumaður málsins.

6) 319. mál - Húsnæðis- og mannvirkjastofnun Kl. 11:05
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti. Þá var ákveðið að Halla Signý Kristjánsdóttir verði framsögumaður málsins.

7) Önnur mál Kl. 11:10
Nefndin ræddi störfin framundan.

Fundi slitið kl. 11:10