17. fundur
velferðarnefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 19. nóvember 2019 kl. 13:05


Mættir:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 13:05
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 13:05
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 13:05
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 13:05
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 13:05
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 13:05
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 13:05
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 13:05

Lilja Rafney Magnúsdóttir boðaði forföll.
Vilhjálmur Árnason vék af fundi kl. 13:45.

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:05
Frestað.

2) 62. mál - landlæknir og lýðheilsa Kl. 13:05
Á fund nefndarinnar mættu Leifur Bárðarson, starfandi landlæknir og Sigríður Haraldsdóttir frá embætti landlæknis, Róbert Bender frá Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni og Steinunn Þórðardóttir. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 35. mál - orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega Kl. 13:45
Á fund nefndarinnar mættu Friðrik Sigurðsson frá Landssamtökunum Þroskahjálp og Þórdísi Viborg frá Öryrkjabandalagi Íslands. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/746 frá 5. apríl 2017 um lækningatæki til sjúkdómsgreiningar í glasi og um niðurfellingu á tilskipun 98/79/EB og ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2010/227/ESB Kl. 14:00
Nefndin afgreiddi álit um upptöku gerðarinnar til utanríkismálanefndar.

5) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/745 um lækningatæki, um breytingu á tilskipun 2001/83/EB, reglugerð (EB) nr. 178/2002 og reglugerð (EB) nr. 1223/2009 og um niðurfellingu á tilskipunum ráðsins 90/385/EBE og 93/42/EBE Kl. 14:00
Nefndin afgreiddi álit um upptöku gerðarinnar til utanríkismálanefndar.

6) 319. mál - Húsnæðis- og mannvirkjastofnun Kl. 14:10
Ákveðið var að óska eftir umsögn umhverfis- og samgöngunefndar um málið.

7) Önnur mál Kl. 14:10
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 14:15