18. fundur
velferðarnefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 20. nóvember 2019 kl. 09:00


Mættir:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:50
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:00
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:00
Ómar Ásbjörn Óskarsson (ÓAÓ) fyrir Hönnu Katrínu Friðriksson (HKF), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:00

Guðmundur Ingi Kristinsson boðaði forföll.
Anna Kolbrún Árnadóttir vék af fundi kl. 11:00.

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 16. fundar var samþykkt með fyrirvara um að ekki yrðu gerðar athugasemdir fyrir lok dags.

2) 23. mál - ávana- og fíkniefni Kl. 09:00
09:00 Á fund nefndarinnar mættu Sigríður Björk Guðjónsdóttir og Hulda Elsa Björgvinsdóttir frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari. Fjölluðu þær um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

09:55 Á fund nefndarinnar mættu Aðalsteinn Gunnarsson og Björn Sævar Einarsson frá Bindindissamtökunum IOGT. Fjölluðu þeir um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

10:10 Á fund nefndarinnar mættu Jón Brynjar Birgisson og Svala Jóhannesdóttir frá Rauða Krossinum, Guðmundur Ingi Þóroddsson frá Afstöðu og Lilja Sif Þorsteinsdóttir og Jóhannes S. Ólafsson frá Snarrótinni. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

11:10 Á fund nefndarinnar mætti Guðmundur Fylkisson. Fjallaði hann um málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 11:30
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:30