19. fundur
velferðarnefndar á 150. löggjafarþingi
heimsókn hjá Sjúkratryggingum Íslands föstudaginn 22. nóvember 2019 kl. 10:00


Mættir:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 10:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 10:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 10:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 10:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 10:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 10:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 10:00

Anna Kolbrún Árnadóttir, Halldóra Mogensen og Lilja Rafney Magnúsdóttir boðuðu forföll.
Vilhjálmur Árnason vék af fundi kl. 10:30.

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Bókað:

1) Heimsókn til sjúkratrygginga Íslands Kl. 10:00
Nefndin heimsótti Sjúkratryggingar Íslands og hitti Maríu Heimisdóttur, Björk Pálsdóttur og Ingibjörgu K. Þorsteinsdóttur. Fjölluðu þær um verkefni stofnunarinnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:45