22. fundur
velferðarnefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 2. desember 2019 kl. 09:30


Mættir:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:30
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:30
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:30
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:30
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:30
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:30
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:30
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 10:05

Anna Kolbrún Árnadóttir boðaði forföll.

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Fundargerðir 19. til 21. fundar voru samþykktar með fyrirvara um að ekki yrðu gerðar athugasemdir fyrir lok dags.

2) 319. mál - Húsnæðis- og mannvirkjastofnun Kl. 09:30
09:30 Á fund nefndarinnar mættu Björn Karlsson, Jóhann Ólafsson og Ragnhildur Sif Hafstein. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

10:00 Á fund nefndarinnar mættu Hermann Jónasson, Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, Þorsteinn Arnalds og Sigrún Þorleifsdóttir frá Íbúðalánasjóði. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

10:40 Á fund nefndarinnar mættu Steinþór Darri Þorsteinsson og Hermann Sigurðsson frá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Fjölluðu þeir um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 383. mál - málefni aldraðra Kl. 10:30
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með umsagnarfresti til 13. janúar. Þá var ákveðið að Ásmundur Friðriksson verði framsögumaður málsins.

4) 390. mál - lyfjalög Kl. 10:30
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með umsagnarfresti til 13. janúar. Þá var ákveðið að Ólafur Þór Gunnarsson verði framsögumaður málsins.

5) Önnur mál Kl. 11:05
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:05