32. fundur
velferðarnefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 14. janúar 2020 kl. 13:30


Mættir:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 13:30
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 13:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 13:30
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 13:30
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) fyrir Lilju Rafneyju Magnúsdóttur (LRM), kl. 13:35
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 13:30
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 13:30
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 13:30
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 13:30

Guðmundur Ingi Kristinsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:30
Dagskrárlið frestað.

2) Staða heilbrigðiskerfisins Kl. 13:30
Á fund nefndarinnar mættu Páll Matthíasson, Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, Sigríður Gunnarsdóttir, Jón Magnús Kristjánsson og Már Kristjánsson frá Landspítala, María I. Gunnbjörnsdóttir frá Félagi spítalalækna og Guðrún Ása Björnsdóttir frá Félagi almennra lækna. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 16:22
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:22