37. fundur
velferðarnefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 29. janúar 2020 kl. 09:00


Mætt:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:00
Bjarni Jónsson (BjarnJ) fyrir Lilju Rafneyju Magnúsdóttur (LRM), kl. 09:00
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:40
Jónína Björk Óskarsdóttir (JBÓ) fyrir Guðmund Inga Kristinsson (GIK), kl. 09:00
Stefán Vagn Stefánsson (SVS) fyrir Höllu Signýju Kristjánsdóttur (HSK), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:00

Anna Kolbrún Árnadóttir og Ásmundur Friðriksson voru erlendis sökum annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerðir 27 til 36 voru samþykktar.

2) 437. mál - almannatryggingar Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar mættu Ágúst Þór Sigurðsson og Hildur Sverrisdóttir Röed frá félagsmálaráðuneytinu. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 328. mál - ávana- og fíkniefni Kl. 09:50
Á fund nefndarinnar mættu kl. 9:50 Anna Kristinsdóttir, Valgerður Jónsdóttir, Kristjana Gunnarsdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir frá Reykjavíkurborg og Ása A. Kristjánsdóttir og Rannveig María Þorsteinsdóttir frá Kópavogsbæ.
Kl. 10:15 voru Guðrún Sigurðardóttir og Anna Marit Níelsdóttir frá Akureyrarbæ á símafundi.
Kl. 10:25 mættu Árni Einarsson frá Fræðslu og forvörnum og Marín Þórisdóttir og Svala Jóhannesdóttir frá Rauða krossinum.
Fóru þau yfir umsagnir um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 446. mál - persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga Kl. 11:00
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti. Ákveðið var að Lilja Rafney Magnúsdóttir verði framsögumaður málsins.

5) 56. mál - fæðingar- og foreldraorlof Kl. 11:00
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti. Ákveðið var að Halldóra Mogensen verði framsögumaður málsins.

6) 63. mál - málefni aldraðra Kl. 11:00
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti. Ákveðið var að Ólafur Þór Gunnarsson verði framsögumaður málsins.

7) Staða heilbrigðiskerfisins Kl. 11:05
Tillaga formanns um að skila skýrslu um málið var samþykkt.

8) Önnur mál Kl. 11:10
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:10