45. fundur
velferðarnefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 3. mars 2020 kl. 11:04


Mætt:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 11:04
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 11:04
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 11:07
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 11:04
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 11:04
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 11:04
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 11:09
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) fyrir Höllu Signýju Kristjánsdóttur (HSK), kl. 11:04
Una María Óskarsdóttir (UMÓ) fyrir Önnu Kolbrúnu Árnadóttur (AKÁ), kl. 11:04
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 11:04

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 11:04
Dagskrárlið frestað.

2) Breyting á lyfjalögum Kl. 11:04
Á fund nefndarinnar mættu Rögnvaldur G. Gunnarsson og Sigurður Kári Árnason frá heilbrigðisráðuneyti og Rúna Hauksdóttir og Sindri Kristjánsson frá Lyfjastofnun. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin ákvað að flytja frumvarp til laga um breytingu á lyfjalögum, nr. 93/1994, með síðari breytingum (bann við útflutningi lyfja), með samþykki allra nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 11:25
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:25