46. fundur
velferðarnefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 4. mars 2020 kl. 09:00


Mætt:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:00
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:00

Anna Kolbrún Árnadóttir var fjarverandi sökum veikinda.
Vilhjálmur Árnason var fjarverandi sökum veikinda barns.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerðir 40. og 41. funda voru samþykktar.

2) 8. mál - sjúkratryggingar Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar mætti Hlynur Hreinsson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Fór hann yfir málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 439. mál - heilbrigðisþjónusta Kl. 09:30
Bjarni Jónasson, Sigurður E. Sigurðsson og Hulda S. Ringsted frá Sjúkrahúsinu á Akureyri, Laufey Hrólfsdóttir, Alexander Smárason, Snæbjörn Guðjónsson, Árún K. Sigurðardóttir, Eydís Kr. Sveinbjarnardóttir og Stefán B. Sigurðsson frá Vinnuhópi Sjúkrahússins á Akureyri og Sólveig Tryggvadóttir og Bryndís María Davíðsdóttir frá Hjúkrunarráði Sjúkrahússins á Akureyri voru viðstödd fundinn í gegnum fjarfundabúnað. Fóru þau yfir umsagnir um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Þá mætti Dagrún Hálfdánardóttir frá embætti landlæknis. Fór hún yfir umsögn embættisins um málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) Staðan vegna kórónaveirunnar Covid-19 Kl. 10:10
Á fund nefndarinnar mættu Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir, Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, og Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður sóttvarnarlæknis. Fóru þeir yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 11:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00