56. fundur
velferðarnefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 19. mars 2020 kl. 19:12


Mætt:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 19:12
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 19:12
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 19:12
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 19:12
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 19:12
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 19:12
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 19:12
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 20:12
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 19:12
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 19:12

Hanna Katrín Friðriksson vék af fundi kl. 20:28.

Nefndarritarar:
Arnar Kári Axelsson
Inga Skarphéðinsdóttir

Vilhjálmur Árnason, Ásmundur Friðriksson, Anna Kolbrún Árnadóttir og Halldóra Mogensen tóku þátt í fundinum með fjarfundabúnaði, sbr. afbrigði sem veitt voru skv. 95. gr. við 17. og 22. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, á þingfundi 12. mars sl.

Þá var Steindór Dan Jensen sérfræðingur nefndarinnar í fjarfundabúnaði.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 19:12
Frestað.

2) 664. mál - atvinnuleysistryggingar og Ábyrgðasjóður launa Kl. 19:57
Framsögumaður málsins, Lilja Rafney Magnúsdóttir, kynnti drög að nefndaráliti og ræddi nefndin málið.

Tillaga um að afgreiða málið út úr nefnd var samþykkt af öllum nefndarmönnum. Allir nefndarmenn skrifuðu undir nefndarálit með breytingartillögu.

3) 667. mál - tímabundnar greiðslur vegna launa einstaklinga sem sæta sóttkví Kl. 19:12
Framsögumaður málsins, Helga Vala Helgadóttir, kynnti drög að nefndaráliti og ræddi nefndin málið.

Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum nefndarmönnum.

Allir nefndarmenn skrifuðu undir að nefndarálit með breytingartillögu.

4) 666. mál - félagslegur viðbótarstuðningur við aldraða Kl. 19:41
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar.

Anna Kolbrún Árnadóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

Við núverandi aðstæður er óforsvaranlegt að gera kröfu um að einstaklingar, fyrirtæki og hagsmunaaðilar eyði tíma sínum á þessum erfiðu tímum í að skrifa umsagnir um þingmál sem ekki tengjast efnahagsmálum og viðbrögðum við Covid-19 faraldrinum. Þessir aðilar eru án alls vafa með hugann við heilsufar starfsmanna og rekstur síns fyrirtækis, samtaka eða stofnunar.

5) Önnur mál Kl. 20:57
Nefndin gerði hlé á fundi kl. 19:45-19:57.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 20:57