57. fundur
velferðarnefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 26. mars 2020 kl. 09:00


Mætt:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:00
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:00

Nefndarritarar:
Elisabeth Patriarca Kruger
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir

Fundurinn var fjarfundur og voru allir tengdir fundinum í gegnum fjarfundabúnað, sbr. afbrigði sem veitt voru skv. 95. gr. við 17. og 22. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, á þingfundi 12. mars sl.

Þá var Elisabeth Patriarca Kruger sérfræðingur nefndarinnar í fjarfundarbúnaði.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Dagskrárlið frestað.

2) 700. mál - aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar komu Ásmundur Einar Daðason félags og barnamálaráðherra, Bjarnheiður Gautadóttir, Erna Blöndal, Gissur Pétursson og Hanna Harðardóttir frá félagsmálaráðuneytinu, þau kynntu málið fyrir nefndinni og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Vikuskýrsla sérstaks teymis vegna þjónustu við viðkvæma hópa. Kl. 09:15
Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra og Erna Blöndal kynntu vikuskýrslu sérstaks teymis vegna þjónustu við viðkvæma hópa.

4) Önnur mál Kl. 10:30
Nefndin ræddi minnisblað ASÍ vegna 664. máls um minnkað starfshlutfall fiskvinnslufólks.

Fundi slitið kl. 11:15