61. fundur
velferðarnefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 6. apríl 2020 kl. 09:30


Mætt:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:30
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:30
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:30
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:30
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:30
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 10:45
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:30
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 09:30
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:30

Anna Kolbrún Árnadóttir tilkynnti forföll, varamaður í hennar stað.
Halldóra Mogenssen tilkynnti forföll, varamaður í hennar stað.

Nefndarritarar:
Arnar Kári Axelsson
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir

Fundurinn var fjarfundur og voru allir tengdir fundinum í gegnum fjarfundabúnað, sbr. afbrigði sem veitt voru skv. 95. gr. við 17. og 22. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, á þingfundi 12. mars sl.

Þá var Arnar Kári Axelsson sérfræðingur nefndarinnar í fjarfundabúnaði.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Dagskrárlið frestað.

2) Staðan vegna kórónaveirunnar Covid-19 Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar mættu Eybjörg Helga Hauksdóttir, Anna Birna Jensdóttir og Björn Bjarki Þorsteinsson frá Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu. Fjölluðu þau um stöðu hjúkrunarheimilanna vegna heimsfaraldurs kórónuveiru og svöruðu spurningum nefndarmanna..

3) 664. mál - atvinnuleysistryggingar og Ábyrgðasjóður launa Kl. 10:00
Nefndin ræddi málið.

4) 666. mál - félagslegur viðbótarstuðningur við aldraða Kl. 10:30
Á fund nefndarinnar mætti Hildur Sverrisdóttir Röed frá félagsmálaráðuneytinu. Hún kynnti málið fyrir nefndinni og svaraði spurningum nefndarmanna.

5) Staðan vegna kórónaveirunnar Covid-19 Kl. 11:00
Á fund nefndarinnar mættu Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ásamt Ástu Valdimarsdóttur ráðuneytisstjóra og Birgi Jakobssyni aðstoðarmanni heilbrigðisráðherra. Þau fóru yfir stöðu heilbrigðiskerfisins vegna heimsfaraldurs kórónuveiru og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) Önnur mál Kl. 12:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00