65. fundur
velferðarnefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í fjarfundur, mánudaginn 4. maí 2020 kl. 09:00


Mætt:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 10:15
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:00
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:00

Nefndarritari: Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir

Fundurinn var fjarfundur og voru allir tengdir fundinum í gegnum fjarfundabúnað, sbr. afbrigði sem veitt voru skv. 95. gr. við 17. og 22. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, á þingfundi 12. mars sl.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Frestað.

2) Vikuskýrsla sérstaks teymis vegna þjónustu við viðkvæma hópa. Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar mættu Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra og Gissur Pétursson, Bjarnheiður Gautadóttir og Erna Kristín Blöndal frá félagsmálaráðuneytinu. Fjölluðu þau um vikuskýrslu sérstaks teymis vegna þjónustu við viðkvæma hópa og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Réttur til atvinnuleysisbóta vegna minnkaðs starfshlutfalls Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar mættu Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra og Gissur Pétursson, Bjarnheiður Gautadóttir og Erna Kristín Blöndal frá félagsmálaráðuneytinu. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 723. mál - aðgerðir í þágu atvinnulausra vegna COVID-19 heimsfaraldursins Kl. 10:10
10:10 Á fund nefndarinnar mættu Jóna Þórey Pétursdóttir frá Stúdentaráði Háskóla Íslands og Jóhann Gunnar Þórarinsson og Bjarki Þór Grönfeldt frá Sambandi íslenskra námsmanna erlendis.

10:30 Á fund nefndarinnar mætti Henný Hinz frá Alþýðusambandi Íslands. Fjallaði hún um málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

5) 666. mál - félagslegur viðbótarstuðningur við aldraða Kl. 11:00
Frestað.

6) Önnur mál Kl. 11:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00