74. fundur
velferðarnefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í fjarfundur, föstudaginn 22. maí 2020 kl. 13:00


Mætt:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 13:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 13:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 13:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 13:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 13:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 13:00
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 13:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 13:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 13:00

Ásmundur Friðriksson vék af fundi kl. 14:32.
Halla Signý Kristjánsdóttir vék af fundi kl. 14:55.
Guðmundur Ingi Kristinsson vék af fundi kl. 15:00.

Nefndarritarar:
Arnar Kári Axelsson
Sævar Bachmann Kjartansson

Fundurinn var fjarfundur og voru allir tengdir fundinum í gegnum fjarfundabúnað, sbr. afbrigði sem veitt voru skv. 95. gr. við 17. og 22. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, á þingfundi 12. mars sl.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:00
Frestað.

2) 468. mál - fjöleignarhús Kl. 13:00
Samþykkt var að afgreiða málið með atkvæðum allra viðstaddra nefndarmanna.

Að nefndaráliti með breytingartillögu meiri hluta standa Helga Vala Helgadóttir, Ásmundur Friðriksson, Ólafur Þór Gunnarsson, Guðmundur Ingi Kristinsson, Halla Signý Kristjánsdóttir, Halldóra Mogensen, Lilja Rafney Magnúsdóttir og Vilhjálmur Árnason, þar af Guðmundur Ingi Kristinsson með fyrirvara.

3) 813. mál - atvinnuleysistryggingar og Ábyrgðasjóður launa Kl. 13:05
13:05 Á fund nefndarinnar mættu Karen Ósk Petursdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir frá Bandalagi háskólamanna og Hrannar Már Gunnarsson frá BSRB.

13:40 Á fund nefndarinnar mætti Indriði H. Þorláksson.

14:07 Á fund nefndarinnar mætti Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri.

14:35 Á fund nefndarinnar mættu Guðrún Þorleifsdóttir, Gunnar Björnsson og Benedikt Hallgrímsson frá fjármálaráðuneytinu.

15:20 Á fund nefndarinnar mættu Pétur Gauti Valgeirsson og Valdimar Leó Friðriksson frá Félagi leiðsögumanna, Erling Jóhannesson frá Bandalagi íslenskra listamanna, Sigtryggur Baldursson og Cheryl K. Ang frá Útón, Gunnar Hrafnsson frá Félagi íslenskra hljómlistamanna og Birna Hafstein frá Félagi íslenskra leikara og sviðslistafólks.

Gestir fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 16:02
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:02