82. fundur
velferðarnefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 10. júní 2020 kl. 09:00


Mætt:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 10:45
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG) fyrir Halldóru Mogensen (HallM), kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:00

Ásmundur Friðriksson vék af fundi kl. 10:30.

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Anna Kolbrún Árnadóttir var viðstödd í gegnum fjarfundarbúnað.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Frestað.

2) 701. mál - sjúkratryggingar Kl. 09:00
09:00 Á fund nefndarinnar mættu Reynir Arngrímsson og Dögg Pálsdóttir frá Læknafélagi Íslands og Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir og Katrín Guðmundsdóttir frá Tannlæknafélagi Íslands. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

10:00 Á fund nefndarinnar mætti Valborg Steingrímsdóttir frá Persónuvernd. Fjallaði hún um málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 838. mál - þjónusta við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir Kl. 10:30
Á fund nefndarinnar mættu Bryndís Snæbjörnsdóttir frá Landssamtökunum þroskahjálp og Sigurjón Unnar Sveinsson og Rúnar Björn Herrera Þorkelsson frá Öryrkjabandalagi Íslands. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 665. mál - aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum Kl. 10:50
10:50 Á fund nefndarinnar mættu Bryndís Snæbjörnsdóttir frá Landssamtökunum þroskahjálp og Sigurjón Unnar Sveinsson og Rúnar Björn Herrera Þorkelsson frá Öryrkjabandalagi Íslands. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

11:10 Á fund nefndarinnar mætti Dagný Aradóttir Pind frá BSRB. Fjallaði hún um málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

11:20 Á fund nefndarinnar mætti Bryndís Gunnlaugsdóttir frá Sambandi Íslenskra Sveitarfélaga. Fjallaði hún um málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

11:25 Á fund nefndarinnar mætti Andri Valur Ívarsson frá Bandalagi háskólamanna. Fjallaði hann um málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 11:32
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:32