83. fundur
velferðarnefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 11. júní 2020 kl. 13:00


Mætt:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 13:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 13:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 13:23
Birgir Ármannsson (BÁ) fyrir Vilhjálm Árnason (VilÁ), kl. 15:10
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 13:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 13:00
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 13:40
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 13:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 13:00

Anna Kolbrún Árnadóttir var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Arnar Kári Axelsson
Sævar Bachmann Kjartansson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:00
Dagskrárlið frestað.

2) 701. mál - sjúkratryggingar Kl. 13:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Maríu Heimisdóttur og Ingibjörgu Þorsteinsdóttur frá Sjúkratryggingum Íslands.

3) 635. mál - lækningatæki Kl. 13:50
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Benedikt S. Benediktsson frá Samtökum verslunar og þjónustu og Helgu Garðarsdóttur og Hjört Gunnlaugsson frá Icepharma.

4) 838. mál - þjónusta við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir Kl. 14:40
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðjón Bragason og Tryggva Þórhallsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

5) 457. mál - málefni innflytjenda Kl. 15:10
Nefndin samþykkti að afgreiða málið til annarrar umræðu.

Undir nefndarálit meirihluta skrifuðu allir viðstaddir nefndarmenn. Hanna Katrín Friðriksdóttir, áheyrnarfulltrúi í nefndinni, lýsti sig samþykka nefndaráliti meirihlutans.

6) 390. mál - lyfjalög Kl. 15:40
Nefndin fjallaði um málið.

7) Önnur mál Kl. 16:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:00