84. fundur
velferðarnefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 15. júní 2020 kl. 09:30


Mætt:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:30
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:30
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:30
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:30
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:30
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:30
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:30
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:30
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:30

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Anna Kolbrún Árnadóttir tók þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Frestað.

2) 390. mál - lyfjalög Kl. 09:30
Tillaga að afgreiðslu málsins var samþykkt með atkvæðum allra nefndarmanna.

Allir nefndarmenn, utan Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, standa að nefndaráliti, þar af Helga Vala Helgadóttir, Halldóra Mogensen og Guðmundur Ingi Kristinsson með fyrirvara.

3) 926. mál - húsnæðismál Kl. 10:45
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með umsagnarfresti til 19. júní. Þá var ákveðið að Halla Signý Kristjánsdóttir verði framsögumaður málsins.

4) Önnur mál Kl. 10:55
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:55