87. fundur
velferðarnefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 19. júní 2020 kl. 09:05


Mætt:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:05
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:05
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:05
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:05
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:05
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:05
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:05
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:05

Nefndarritari: Sævar Bachmann Kjartansson

Anna Kolbrún Árnadóttir og Guðmundur Ingi Kristinsson voru í fjarfundabúnaði.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Frestað.

2) 926. mál - húsnæðismál Kl. 09:05
Kl. 09:05 Á fund nefndarinnar mættu Drífa Snædal og Henný Hinz frá Alþýðusambandi Íslands, Stefán Ólafsson frá Eflingu og Ragnar Þór Ingólfsson frá VR. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Kl. 11:05 Á fun nefndarinnar mættu Þuríður Harpa Sigurðardóttir, Valdís Árnadóttir, Bergþór H. Þórðarsson og María Pétursdóttir frá Öryrkjabandalagi Íslands. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 665. mál - aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum Kl. 10:17
Tillaga að afgreiðslu málsins var samþykkt af öllum nefndarmönnum.

Allir viðstaddir nefndarmenn, utan Halldóru Mogensen, rita undir nefndarálit, þar af Anna Kolbrún Árnadóttir og Helga Vala Helgadóttir með fyrirvara. Lilja Rafney Magnúsdóttir var fjarverandi en ritar undir álitið skv. heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingi.

4) 838. mál - þjónusta við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir Kl. 10:25
Allir viðstaddir nefndarmenn samþykktu afgreiðslu málsins.

Allir viðstaddir nefndarmenn rita undir nefndarálit, þar af Halldóra Mogensen, Anna Kolbrún Árnadóttir, Guðmundur Ingi Kristinsson og Helga Vala Helgadóttir með fyrirvara.

5) 812. mál - atvinnuleysistryggingar Kl. 10:40
Allir viðstaddir nefndarmenn samþykktu afgreiðslu málsins.

Að nefndaráliti meiri hluta standa allir nefndarmenn, utan Halldóru Mogensen. Þar af rita Helga Vala Helgadóttir, Anna Kolbrún Árnadóttir og Guðmundur Ingi Kristinsson undir álitið með fyrirvara.

Guðmundur Ingi Kristinsson og Lilja Rafney Magnúsdóttir voru fjarverandi en rita undir álitið samkvæmt heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

6) Önnur mál Kl. 11:50
Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi bókun:
„Það voru undirrituðum vonbrigði að ekki skyldi takast að boða til fundar í nefndinni í gær, þrátt fyrir að kallað væri eftir fundum utan þingfundartíma og ítrekaðar beiðnir varaformanns og meirihlutans í nefndinni þar um. Fyrir lá samþykkt nefndarinnar um að funda á þingfundatíma vegna aðkallandi mála, en ekki var heldur orðið við því. Fyrir liggur að nokkur fjöldi mála er tilbúinn til afgreiðslu úr nefndinni og eðlilegt að reynt sé að létta álagi af nefndinni með því að afgreiða þau. Undirritaður treystir því að formaður boði til funda eins og samþykkt hefur verið og þingsköp kveða á um.“

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:57