90. fundur
velferðarnefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 22. júní 2020 kl. 08:05


Mætt:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 08:05
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 08:05
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 08:05
Birgir Ármannsson (BÁ) fyrir Ásmund Friðriksson (ÁsF), kl. 08:08
Brynjar Níelsson (BN), kl. 08:05
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 08:05
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 08:05
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 08:57
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 08:46
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 08:05

Nefndarritari: Sævar Bachmann Kjartansson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:05
Dagskrárlið frestað.

2) 701. mál - sjúkratryggingar Kl. 08:05
Málið var rætt.

Allir viðstaddir nefndarmenn samþykktu að afgreiða málið til annarrar umræðu.

Undir nefndarálit meiri hluta rita Ólafur Þór Gunnarsson, Brynjar Níelsson, Birgir Ármannsson, Halla Signý Kristjánsdóttir og Lilja Rafney Magnúsdóttir.

3) 446. mál - persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga Kl. 08:44
Málið var rætt.

Allir viðstaddir nefndarmenn samþykktu að afgreiða málið til annarrar umræðu.

Undir nefndarálit meiri hluta rita Ólafur Þór Gunnarsson, Birgir Ármannsson, Halla Signý Kristjánsdóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir og Vilhjálmur Árnason.

4) 926. mál - húsnæðismál Kl. 09:00
kl. 09: Davíð Þorláksson og Tryggvi Másson frá Samtökum atvinnulífsins og Sigurður Hannesson og Jóhanna Klara Stefánsdóttir frá Samtökum iðnaðarins voru á fundi nefndarinnar í gegnum fjarfundarbúnað og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 10:00
Annað var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 10:03