96. fundur
velferðarnefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 30. júní 2020 kl. 10:00


Mætt:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 10:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 10:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 10:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 10:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 10:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 10:00
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 10:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 10:00

Lilja Rafney Magnúsdóttir boðaði forföll.

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Allir nefndarmenn, auk gesta, voru viðstaddir í gegnum fjarfundarbúnað.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:00
Frestað.

2) Aðbúnaður erlends vinnufólks á Íslandi í ljósi nýlegs bruna á Bræðraborgarstíg Kl. 10:15
10:15 Á fund nefndarinnar mættu Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík. Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, Rósa Guðbjartsdóttir Hafnarfjarðar og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri í Kópavogu. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

10:57 Á fund nefndarinnar mættu Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra, Arnar Þór Sævarsson, Gissur Pétursson, Gunnhildur Gunnarsdóttir og Benedikt Baldur Tryggvason frá félagsmálaráðuneytinu og Hermann Jónasson, Ásta Sóley Sigurðardóttir og Davíð Snorrason frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

11:30 Á fund nefndarinnar mættu Halldór Grönvold og Halla Gunnarsdóttir frá Alþýðusambandi Íslands og Viðar Þorsteinsson frá Eflingu. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 12:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00