106. fundur
velferðarnefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í fjarfundur, föstudaginn 4. september 2020 kl. 16:25


Mætt:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 16:25
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 16:25
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 16:25
Birgir Ármannsson (BÁ) fyrir Ásmund Friðriksson (ÁsF), kl. 16:25
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) fyrir Lilju Rafneyju Magnúsdóttur (LRM), kl. 16:25
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 16:25
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 16:25
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 16:25
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 16:25

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Fundurinn var fjarfundur og voru allir tengdir fundinum í gegnum fjarfundabúnað, sbr. afbrigði sem veitt voru skv. 95. gr. við 17. og 22. gr.
laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, á þingfundi 27. ágúst sl.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 16:25
Frestað.

2) 926. mál - húsnæðismál Kl. 16:25
Nefndin bókaði eftirfarandi:
Nefndin sammælist um að óska eftir minnisblaði frá félagsmálaráðuneyti og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, þar sem sett verði fram skýring á inntaki lokamálsliðar 7. mgr. a-liðar 2. gr. laga um breytingu á lögum um húsnæðismál, nr. 44/1998 (hlutdeildarlán), og yfirferð nefndasviðs á þeim gögnum. Í ákvæðinu er kveðið á um heimild ráðherra til að kveða á um forgang umsækjenda með samþykkt kauptilboð að hlutdeildarlánum. Óskað verði eftir því að minnisblað þess efnis berist fyrir 20. september 2020.
Nefndin skuldbindur sig til þess að komast að niðurstöðu um það hvort breytinga sé þörf á framangreindu ákvæði og ljúki athugun sinni á málinu, eftir atvikum með framlagningu frumvarps, innan tveggja vikna frá upphafi 151. þings.

3) Önnur mál Kl. 16:45
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:45