8. fundur
velferðarnefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn mánudaginn 9. nóvember 2020 kl. 09:00


Mætt:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 10:25
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:00
Sara Elísa Þórðardóttir (SEÞ), kl. 09:00
Sigurður Páll Jónsson (SPJ) fyrir Önnu Kolbrúnu Árnadóttur (AKÁ), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:00

Nefndarritari: Ívar Már Ottason

Fundurinn var fjarfundur og voru allir tengdir fundinum í gegnum fjarfundabúnað, sbr. afbrigði sem veitt voru skv. 95. gr. við 17. og 22. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, á þingfundi 1. október sl.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Frestað.

2) Staða áfengis og vímuefnameðferða á Íslandi Kl. 09:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Helgu Lind Pálsdóttur frá meðferðarheimilinu Hlaðgerðarkoti og Þórdísi Wathne og Jón Jacobsen frá meðferðarheimilinu Krísuvík.

3) Tryggingastofnun ríkisins og staða almannatrygginga Kl. 10:00
Nefndin fjallaði um málið.

4) 192. mál - réttur barna til að þekkja uppruna sinn Kl. 11:00
Ákveðið var að Halla Signý Kristjánsdóttir verði framsögumaður málsins.

5) 48. mál - aukin atvinnuréttindi útlendinga Kl. 11:00
Ákveðið var að Lilja Rafney Magnúsdóttir verði framsögumaður málsins.

6) 47. mál - úttekt á heilsutengdum forvörnum eldra fólks Kl. 11:00
Ákveðið var að Ásmundur Friðriksson verði framsögumaður málsins.

7) 94. mál - almannatryggingar og félagsleg aðstoð Kl. 11:00
Ákveðið var að Guðmundur Ingi Kristinsson verði framsögumaður málsins..

8) 50. mál - greiðara aðgengi að meðferðarúrræðum á sjúkrahúsinu Vogi Kl. 11:00
Ákveðið var að Anna Kolbrún Árnadóttir verði framsögumaður málsins.

9) 36. mál - aðgerðir vegna rakaskemmda í fasteignum Kl. 11:00
Ákveðið var að Sara Elísa Þórðardóttir verði framsögumaður málsins.

10) 57. mál - sértæk þjónustueining fyrir einstaklinga með sjaldgæfa sjúkdóma og langveik börn Kl. 11:00
Ákveðið var að Halla Signý Kristjánsdóttir verði framsögumaður málsins.

11) 206. mál - skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki til Kl. 11:00
Ákveðið var að Halla Signý Kristjánsdóttir verði framsögumaður málsins.

12) 92. mál - almannatryggingar Kl. 11:00
Ákveðið var að Guðmundur Ingi Kristjánsson verði framsögumaður málsins.

13) 35. mál - atvinnuleysistryggingar og Ábyrgðasjóður launa Kl. 11:00
Ákveðið var að Helga Vala Helgadóttir verði framsögumaður málsins.

14) Önnur mál Kl. 11:05
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:05